Netkerfi
Nýjar kröfur, ný tækni og breyttar aðstæður orsaka það að netkerfi fyrirtækja þurfa að vera í stöðugri þróun og endurskoðun. Áður en farið er í fjárfestingu og vinnu við breytingar er gott að framkvæma mat og fá ráðgjöf um fyrirhugaðar framkvæmdir.
Eftir uppsetningu eða breytingu netkerfis er áfram þörf á að fylgjast með því. Það þarf að uppfæra búnað, athuga mögulega flöskuhálsa o.fl. Eftirlit með notkun og ástandi búnaðar er því mjög mikilvægt.